Ég hitti í dag mann sem þekkir til í Samfylkingunni.
Við fórum að ræða formannsmálin. Ég spurði hvort Össur yrði ekki að taka við?
Hann sagði að það væri aftuhvarf og kæmi ekki til greina.
Við urðum ásáttir um að Árni Páll væri ekki sérlega vinsæll.
Þá barst talið að Katrínu Júlíusdóttur. Ég sagðist ekki vera sérlega trúaður á hún gæti orðið formaður.
En viðmælandi minn komst skemmtilega að orði:
„Hinir pólitísku kirkjugarðar eru fullir af líkum sem vanmátu Katrínu Júlíusdóttur.“