Fyrsti þáttur Kiljunnar á þessum vetri er á dagskrá á miðvikudagskvöldið.
Meðal gesta í þættinum eru Kristín Ómarsdóttir rithöfundur, hún hefur nýlega sent frá sér skáldsögu sem nefnist Milla, og danski spennusagnahöfundurinn Jussi Adler-Olsen, en bækur hans tróna í efstu sætum vinsældalista víða um heim.
Við kynnumst uppáhaldsbókum Steingríms J. Sigfússonar.
Bragi Kristjónsson verður á sínum stað, en gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Fimmtíu gráa skugga eftir E.L. James og Herbergi eftir Emmu Donoghue.