Evrópusambandsaðild virðist enn fjarlægjast eftir því sem fleiri hætta á þingi – og aðrir gefa kost á sér.
Þeir sem helst hafa verið hlynntir ESB-umsókninni í stjórnarandstöðu eru að hætta, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson í Framsókn.
Í staðinn sækjast eftir þingsætum harðir andstæðingar ESB – Brynjar Níelsson , Frosti Sigurjónsson og Jónína Ben, og eiga sumir góðan séns á að ná kosningu.
Í báðum flokkunum herða þeir sem eru andsnúnir Evrópusambandinu semsagt tökin.