fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Jóhanna hættir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. september 2012 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sent bréf til flokksmanna í Samfylkingunni um að hún ætli að hætta í stjórnmálum í lok kjörtímabilsins og láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi.

Má þá gera ráð fyrir að hefjist barátta um formennsku í flokknum. Jóhanna skilur eftir sig tómarúm, hún bjargaði flokknum þegar hann kom út úr ríkisstjórn hrunsins og tryggði honum áframhaldandi líf í ríkisstjórn.

Mjög óvíst er hver verður formaður eftir hana, Árni Páll Árnason sækist eftir því, en telst varla líklegur, Dagur B. Eggertsson, er varaformaður, en pólitísk staða hans er ekki sérlega sterk. Guðbjartur Hannesson kemur varla til greina eftir klúðrið með laun Landspítalaforstjórans, en einnig er nefnd til sögunnar Katrín Júlíusdóttir sem er að fara að taka við embætti fjármálaráðherra.

Svo má ekki gleyma Össuri Skarphéðinssyni – hann hefur áður leitt flokkinn, spurning hvort hann væri tilbúinn að gera það aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi

Arnar Þór Jónsson: Lokum stofnunum og segjum upp þeim sem ekki sinna sínu starfi
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn

Stjórnarmyndun eftir kosningar: Framsókn mögulega í ríkisstjórn – afdrif Ásmundar gætu gefið tóninn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka