Forstjóri olíurisans Total varar við því að borað sé eftir olíu í Norður-Íshafinu. Frá þessu er greint í Financial Times.
Forstjórin, Christope de Margerie, segir olíuvinnsla í norðurhöfunum sé alltof áhættusöm, líkurnar á olíuslysum séu miklar og umhverfisáhrifin geti verið skelfileg.
Eins og hann segir snýr þetta ekki bara að umhverfinu, heldur geti þetta eyðilagt orðspor fyrirtækja sem þarna starfa.
Þetta þýðir að stór olíufyrirtæki munu fara að mikilli gát við olíuleit og -vinnslu þar norðurfrá.
Það er ýmislegt sem getur komið upp á, kuldinn er mikill, veðurhæð oft gífurleg, myrkur hálft árið – og borgarísjakar sem berast um hafið.