Brynjar Níelsson er afar skeleggur maður. Hann ætlar að bjóða sig fram til þings fyrir Sjálfstæðisflokkinn – hann er reyndar að sækja um embætti hæstaréttardómara líka, en hann er talinn ólíklegur til að hreppa það.
Brynjar gefur skýringu á framboði sínu í yfirlýsingu sem birtist meðal annars á Eyjunni. Hún er mjög athyglisverð, enda er þar tekið sterkt til orða. Það væri til dæmis gaman að vita betur hvað frambjóðandinn á við þegar hann segir:
„…mér er hugleikin baráttan fyrir réttarríkinu, frelsi einstaklingsins til orða og athafna, sem og hið opna frjálsa þjóðfélag. Að þessum grunnstoðum borgaralegs samfélags er vegið freklega nú á tímum.“