fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Salman Rushdie og Joseph Anton

Egill Helgason
Mánudaginn 17. september 2012 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur gefið út endurminningar sínar. Þær nefnast Joseph Anton. Þetta er nafnið sem Rushdie tók upp þegar hann var í felum vegna dauðadómsins sem Khomeini erkiklerkur í Íran kvað upp yfir honum.

Joseph er nafn Josephs Conrad, Anton er komið frá Tsjekov. Þetta eru tveir af frábærustu rithöfundum sögunnar.

Rushdie segir að mest hafi niðurlæging sín orðið þegar hann fór að biðjast afsökunar á skáldsögunni Sálmum Satans. Þetta var á tímanum þegar þýðendur hans og útgefendur voru í lífshættu, sumir voru reyndar myrtir – þýðandi Rushdies í Noregi var skotinn en lifði af. Rushdie segist hafa verið fullur örvæntingar á þessum tíma, hann skrifaði grein þar sem hann sagðist vera múslimi og þaðan kæmu gildi hans.

Nú segist hann vera trúleysingi í anda látins vinar síns, Christopher Hitchens.

Í viðtali við Guardian segir Rushdie athyglisverðan hlut: Að bók eins og Sálmar Satans fengist líklega ekki útgefin nú. Enginn myndi þora það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“