fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Stefán Snævarr: Óeirðir, íslam og rétthugsun

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. september 2012 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimspekingurinn Stefán Snævarr skrifar hugvekju í framhaldi af grein sem ég setti inn á vefinn hjá mér í gær og nefndi Gráthlægileg mótmæli.

Grein Stefáns nefnist Óeirðir, íslam og rétthugsun. Hún hefst með svofelldum orðum:

„Miðausturlönd loga í óeirðum en íslenskir álitsgjafar þegja velflestir enda sjá þeir ekkert annað en hinn íslenska nafla, miðdepil alheimsins. Frá honum liggur mikill naflastrengur beint til  seðlaveskjanna.

Egill Helgason er undantekningin sem sannar regluna, hann skrifar snöfurlega ádrepu um mótmælunum gegn sorpkvikmynd um spámanninn Múhammeð.

Egill leyfði sér að fordæma hinn morðóða skríl sem myrti m.a. sendiherra Bandaríkjanna Libíu, mann sem hafði staðið við hlið uppreisnarmanna í landinu.

Rétthugsendur ráku upp org á ummælusíðu Egils og tóku að afsaka morðæðið með þeim „rökum“  að það hafi eiginlega ekkert með kvikmyndina að gera heldur sé skiljanlegt andóf gegn hinni illu amerísku utanríkispólitík.

En af hverju taka þessir sjálfskipuðu vinir hinna kúguðu ekki mótmælendur alvarlega? Þeir segjast mótmæla myndinni  en rétthugsendur telja sig vita betur, að þeir séu eiginlega alls ekki að mótmæla þessari sorpkvikmynd!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ykkar hagsmunir, ekki bara þeirra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“

Sauð rækilega upp úr á hitafundi í Ölfusi – „Þú ert bara galin manneskja og þú skalt bara haga þér“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“

Orðið á götunni: Sigurður Ingi ræðst á Bjarna Ben – „Þegar ölið er af könnunni er vináttan úti“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“

Sigmundur Davíð vísar frétt Vísis á bug – „Það er stuð á Akureyri!“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“