Fyrsti þáttur Silfurs Egils á þessu hausti er á sunnudag.
Aðalgestur í þættinum er ekki af lakara taginu. Það er Ha-Joon Chang, prófessor í hagfræði við háskólann í Cambridge á Englandi.
Ha-Joon er einhver frægasti og umtalaðasti hagfræðingur í heimi, hann er höfundur bókar sem nefnist 23 atriði um kapítalisma sem ekki er sagt frá.
Þetta er mikil metsölubók og hefur hvarvetna hlotið góða dóma fyrir að vera djörf, ögrandi og skemmtileg. Ha-Joon er ekki andsnúinn kapítalisma, en hann tekur í sundur ýmsar goðsagnir frjáls markaðar og hnattvæðingarinnar.
Bókin er nú að koma út hjá Forlaginu, á vef þess má sjá lofsamlegar umsagnir um hana úr stórblöðum.
Kosningavetur er að ganga í garð og í þættinum ræðum við líka um stjórnmálahorfurnar hér heima og um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.