Lögreglan á Akureyri er mjög árvökul.
Hún hefur haft hendur í hári hraðbankaþjófa.
Maður hefur undanfarið lesið fréttirnar um leitina að þessu fólki, maður hélt að þarna væru stórglæpamenn á ferð – með mikinn ránsfeng.
Fréttirnar voru nokkuð misvísandi, því það kemur í ljós að þjófarnir tóku 20 þúsund krónur sem einhver hafði gleymt í hraðbankanum.
Upphæðin er smávægileg, og auðvitað á maður ekki að taka hluti ófrjálsri hendi.
En er kannski aðeins of langt gengið að birta myndir í fjölmiðlum af fólki sem tekur smáupphæð sem liggur á glámbekk?
Jafnvel þótt það séu útlendingar.