fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Nauðsyn að takmarka fjórfrelsið vegna krónunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. september 2012 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið hefur birt tvær afar athyglisverðar greinar um gjaldmiðilsmál eftir bandarískan hagfræðing, Zack Vogel að nafni.

Greinarnar hafa yfirskriftina Krónan á þunnum ís.

Vogel hefur kynnt sér vel stöðu íslensku krónunnar og er ekki bjartsýnn fyrir hennar hönd. Hann telur að frjálst flæði hennar muni alltaf leiða af sér sveiflur, skapa bólur sem geti endað með hruni. Þess vegna sé nauðsynlegt að taka tillit til veikleika krónunnar innan EES samstarfsins.

Vogel er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um orsakir íslenska hrunsins, þetta er í fyrri greininni:

„Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma.“

Hann segir að nauðsynlegt sé að breyta samningnum um Evrópska efnahagssvæðið þannig að Íslendingar megi hafa stjórn á gjaldmiðlinum, þetta er úr síðari grein Vogels:

„Valið milli þess að halda krónunni eða að taka upp erlenda mynt kann að tengjast áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland getur ekki haldið krónunni og samtímis komist hjá takmörkunum á að- og frástreymi erlends fjármagns. Yrði reynt að halda krónunni og heimila jafnframt frjálst flæði fjármagns inn og úr landi myndi fyrirkomulagið magna upp bólur sem á endanum spryngju rétt eins og í október 2008. Íslensk stjórnvöld þurfa að ræða við EFTA og Evrópusambandið um aðferðir til að halda aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir nauðsynlegar takmarkanir á fjórfrelsinu þannig að Íslendingar geti áfram búið í haginn fyrir stöðugan hagvöxt og verðlagsstöðugleika og gengisstöðugleika. Markmið viðræðna af hálfu Íslendinga ætti að vera að halda krónunni og aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ekki gerst í heil 18 ár
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka