fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Hver er Arna Mosdal?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. september 2012 15:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nær algjör styrjöld virðist vera brostin á milli fylkinga í Vinstri grænum.

Úlfar Þormóðsson rithöfundur skrifar lítinn pistil á Smuguna þar sem hann gerir að umtalsefni Facebook-síðu sem birtist undir nafninu Arna Mosdal.

Þar er að finna alls kyns illmælgi um Steingrím J. Sigfússon, Björn Val Gíslason og Árna Þór Sigurðsson og annað forystufólk  í Steingrímsarmi VG. Það má eiginlega segja að allir sem halla máli á Ögmund Jónasson séu teknir til bæna.

Og ávallt er tekinn málstaður Ögmundar – af mikilli hörku.

Úlfar skrifar:

„Einn kjarklaus tignarkarl hefur gengið svo langt að skipta um kyn til þess að geta ausið úr sér lágkúrunni. Hann felur sig á bak við konu sem ekki er til. Reyndar virðist hann líka hleypt öðrum undir pilsin hjá henni, mönnum með sömu lyndiseinkunn. Saman, og hver í sínu lagi, heita þeir Arna Mosdal og hreyta fúkyrðum í fólk sem skrifar á netið um það sem þeim er andstætt. Tilgangurinn er augljós: Að fæla fólk frá því að taka þátt í umræðu um mál sem þeir vilja að liggi í þagnargildi.“

Hann bætir svo við að brátt verði Arna Mosdal afhjúpuð – „stórmennið“ standi þá „nakið fyrir allra augum“.

Hér má sjá Facebook-síðu Örnu Mosdal. Hver skyldi það nú vera sem verður afhjúpaður – hvaða stórmenni er þetta?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka