Nýjasta hugðarefni andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi er barátta gegn upptöku svokallaðar sparperu.
Slíkar ljósaperur á nú að taka upp hérlendis – vegna aðildar okkar að EES (nei, við höfðum ekkert um það að segja).
Þetta er reglugerð frá ESB – en reyndar má geta þess að samskonar bann við notkun glópera hefur sett í Bandaríkjunum og Ástralíu.
Sparperurnar útheimta mun minni orku og þær endast miklu lengur. Eins og menn vita verða glóperur funheitar, mikið af orkunni fer semsagt í varma.
En ESB-andstæðingar á Íslandi sjá í þessu enn eitt samsærið frá Brussel.
Vigdís Hauksdóttir tjáir EIR að hún hafi orðið sér úti um margra ára birgðir af glóperum – til 25-30 ára. Mun ekki af veita, því framleiðsla glópera leggst brátt niður.
En í athugasemdum vef Páls Vilhjálmssonar má meðal annars lesa að þetta séu Stalín-ljósaperur, enda sé „þetta græna“ einungis hugsað til að koma á kommúnisma. Sá sem það skrifar er reyndar álitsgjafi sem einatt er vitnað til í Morgunblaðinu.