Ég talaði um daginn við erlent fólk sem fylgist mjög vel með íslenskum málefnum og kemur hingað reglulega.
Það furðaði sig á kerfi sem byggir á því að fólk borgi og borgi húsnæðislán – en eigi svo ekki neitt þótt það hafi greitt samviskusamlega af þeim í 15-20 ár.
Þau töldu að þetta væri óhugsandi annars staðar – skildu ekki að Íslendingar byggju við slíkt kerfi til langframa.
Þau veltu því líka fyrir sér hvers vegna Íslendingar hefðu eytt svo miklum tíma í Icesave, þegar hið stóra mein eftir hrunið hefðu verið skuldirnar – og væru enn.
Ég var spurður hvort þetta yrði ekki stórt kosningamál í vor?
Ég sagðist ekki vera viss um það, flestir stóru flokkarnir væru heldur áhugalitlir um þetta – eða treystu sér ekki til að taka á málinu – og ný framboð sem væru á móti þessu kerfi hefðu lítið fylgi.