Bloggarinn og kennarinn Ragnar Þór Pétursson fjallar um stóra viðhorfskönnun meðal grunnskólakennara á síðu sínni sem nefnist Maurildi. Könnunin var gerð af Félagi grunnskólakennara.
Ragnar telur að niðurstöðurnar beri vott um þreytu og uppgjöf.
Meðal þess sem kemur fram er að einungis 42 prósent kennara hafa jákvætt viðhorf til skóla án aðgreiningar – sem hefur verið kjarni íslenskrar skólastefnu um langa hríð.