fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Varla íshafssiglingar um Ísland

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. ágúst 2012 16:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef nefnt það áður að ég hitti sérfræðing í alþjóðlegum siglingum þegar ég var í Kanada í vor. Ég nefndi við hann opnun Norður-Íshafsins og möguleika á að byggja umskipunarhöfn fyrir íshafssiglingar á Íslandi.

Af hverju í ósköpunum ættu þeir að sigla þangað? spurði maðurinn.

Í sama streng tekur Einar Ólason, doktor í hafísfræðum, í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann segir að langt sé í að leiðir opnist og hann geti ekki séð hvernig lega Íslands geti komið sér vel í þessu efni:

„Ef við förum enn þá lengra fram í tímann, þannig að það verði mögulegt að sigla í gegnum rússneska lögsögu þá þarf engu að síður flota af ísbrjótum til að halda leiðinni opinni á veturna. Ég veit ekki hverjir ættu að hafa hag af því nema hugsanlega Kínverjar en þá myndi ég enga að síður setja höfn frekar á Svalbarða heldur en á Íslandi. Af tveimur bjartsýnum hugmyndum sem maður rekst á hérna myndi ég frekar bora eftir olíu á Drekasvæðinu en byggja höfn á Langanesi.“

Hér breytir engu hvað forseti Íslands er að segja, sveitarstjórnarmenn fyrir norðan eða þeir sem halda uppi hugmyndum um Nýja norðrið – því er fyrst og fremst stefnt gegn ESB-aðild, þannig að úr verður einhvers konar blanda af hugarleikfimi og pólitískri áróðurstækni.

Því staðreyndin er sú að þótt ýmisleg auðæfi sé að finna í kringum Norðurskautið, þá á Ísland ekki tilkall til þeirra – og verði eitthvað úr Íshafssiglingum þá er Ísland úrleiðis. Það yrði dýr timasóun fyrir skip að stoppa hér.

Samanburður á leiðinni frá Kína til Evrópu í gegnum Súezskurðinn og um Íshafið meðfram ströndum Rússlands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka