fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Hvað er að gerast hjá Lilju?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. ágúst 2012 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún kemur nokkuð á óvart sú ákvörðun Lilju Mósesdóttur að ætla ekki að leiða flokk sinn Samstöðu.

Skýring Lilju er sú að hún sé að axla ábyrgð á fylgistapi flokksins. En í raun hefur ekki verið neitt fylgistap, flokkurinn flaug hátt í skoðanakönnunum fyrst og hefur síðan gefið eftir. Enn hefur ekki reynt á flokkinn í kosningum, og innan raða hans hefur heldur ekki komið fram neinn talsmaður sem er öflugri en Lilja. Samstaða byggist náttúrlega mestanpart upp í kringum skoðanir hennar og pólitíska framgöngu.

Það hefur verið uppi kvittur um að erfitt sé að vinna með Lilju, en það er heldur ekki tekið út með sældinni að stofna stjórnmálaafl af þessu tagi. Það laðar að sér mikið af fólki sem hefur mjög einstrengingslegar skoðanir og er lítt gefið fyrir málamiðlanir. Varaformaðurinn hvarf á brott eftir fáa daga, hann var að sönnu ekki þungaviktarmaður í pólitík, en þetta fékk mikla athygli.

Nú er flokkskona horfin á braut og er óánægð með að Lilja hafi samþykkt frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að þingmenn geti fengið að einhverju leyti greitt fyrir líkamsrækt, gleraugu og heyrnatæki.

Það er svo að í flestum kjarasamningum eru ákvæði um eitthvað af þessu tagi, og það er mikill pópúlismi að láta eins og afar illa launaðir þingmenn á Íslandi eigi ekki að fá að njóta slíkra kjara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka