George Galloway, breski þingmaðurinn sem heldur úti Respect-flokknum, hefur blandað sér í mál Julians Assange með þeim afleiðingum að allt fer í loft upp – ekki síst á vinstri væng stjórnmálanna.
Í myndbandsupptöku fjallar Galloway í smáatriðum um kærur tveggja sænskra kvenna á hendur Assange og segir að þær séu tilbúningur til að koma Assange í hendurnar á bandarískum yfirvöldum. Hann segir meðal annars í upptökunni að ekki þurfi að spyrja við hverja innsetningu. Hér er ræða Galloways, hann byrjar eftir sirka þrjár mínútur:
Baráttufólk gegn kynferðisglæpum hefur brugðist hart við málflutningi Galloways. Julie Bindel skrifar og segir að karlar á vinstri væng sem eigi að vera bandamenn, séu farnir að endurskrifa skilgreiningar á nauðgunum vegna aðdáunar sinnar á Assange.