Þjóðerniskennd verður mjög ríkjandi í næstu þingkosningum. Þó má vera að þá verði búið að draga ESB umsóknina til baka eða slá henni á frest. Eins og staðan er væri nánast sigur fyrir Samfylkinguna að umsóknin yrði látin bíða betri tíma.
En það gæti verið að gamalt mál skyti aftur upp kollinum fyrir kosningarnar.
Kunningi síðuhaldara, glöggur maður, sendi þessa litlu hugleiðingu:
„Kæmi það á óvart ef næstu kosningar myndu snúast um – bíddu við – Icesave!? Dómurinn mun líklega falla um áramótin og ef hann verður Íslandi í óhag, eins og allir fulltrúar Íslands í Icesave samninganefndinni telja, verða kosningarnar líklega fyrst og fremst yfirboð ofan á yfirboð um að „ekki eigi að borga skuldir óreiðumanna…“ Ad nauseam.“