fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Dapri sirkusinn

Egill Helgason
Mánudaginn 6. ágúst 2012 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við vorum í Berlín um daginn, á leið heim í íbúð sem við leigðum okkur, kom í humátt á eftir okkur drukkinn maður, frekar smávaxinn, líklega um sextugt. Hann var að koma út af knæpunni Biermichel, það er dagdrykkjumannastaður sem er þarna á horninu. Fastagestir þar, mikið sómafólk, hjálpuðu okkur þegar við komumst ekki inn í íbúðina eitt kvöldið.

Þetta var að kvöldlagi, það var heitt í veðri.

Karlinn babblaði eitthvað um sirkus, benti á Kára, við skildum ekki hvað hann var að meina, en ég heyrði að hann sagði „barn, barn“, „Kind, Kind.“  Hann var líka í bol sem var merktur sirkus.

Daginn eftir sáum við að upp voru komnar auglýsingar hér og þar í borginni þar sem var auglýstur Cirkus Aron.

Við fórum út í búð og sáum að sirkusinn hafði sett niður tjöld sín á grasbletti rétt hjá húsinu okkar, andspænis múrminnismerkinu á Bernauer Strasse.

Sirkustjöldin virtust sérlega lítil og óhrjáleg – og við sáum heldur ekki að neinn væri að koma í sirkusinn. Við fórum að ímynda okkur að litli karlinn væri þar allt í öllu:

Sirkusstjóri, ljónatemjari, loftfimleikamaður, trúður.

En það koma engir gestir – og við vísuðum honum á bug.

Við vorum að ræða um þetta í gærkvöldi, Kári táraðist og foreldrar hans voru komnir að því að yfirbugast vegna hins dapra sirkuss.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“