Þetta er skemmtilegt myndband frá Krít – frá þeim indæla bæ Hania þangað sem margir Íslendingar hafa komið.
Margir eru að spyrja mig hvernig ástandið sé á Grikklandi, hvort það sé ekki alveg hryllilegt og hvort ekki sé hættulegt að fara þangað.
Þetta er svarið frá Krít.
Við þekkjum það sjálfir Íslendingar að margt er yfirdrifið í frásögnum af kreppuástandi. Eftir hrunið á Íslandi sýndu erlendir fjölmiðlar til dæmis látlaust myndir af óeirðum í miðbæ Reykjavíkur. Erlendir vinir mínir höfðu samband á þeim tíma til að spyrja hvort þeir gætu hjálpað mér, grískt vinafólk bauðst meira að segja til að senda peninga og mat.