fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn og efnahagsstefnan í Bretlandi

Egill Helgason
Föstudaginn 3. ágúst 2012 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal foringja Sjálfstæðisflokksins er nú rætt um að fara sömu leið út úr kreppunni og Bretar hafa tekið – það er leið meiri niðurskurðar. Bæði Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafa skrifað greinar í þessa veru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum horft mikið til Bretlands, en verið áhugalítill um Skandinavíu og meginlandið.

Vissulega er rétt að ríkið hefur þanist út á síðustu tveimur áratugum, mest reyndar á valdatíma Sjálfstæðismanna.

En þá er spurningin hvort krepputími er heppilegur til að skera niður. Í Bretlandi hefur þessi efnahagsstefna virkað illa, enn sem komið er, og ríkisstjórn Davids Camerons er óvinsæl. Óvinsælastur er þó fjármálaráðherrann George Osborne, tákngervingur niðurskurðarins.

Styrmir Gunnarsson orðaði það svo að Cameron væri þegar búinn að tapa næstu kosningum. Sigur hans í síðustu kosningum var reyndar ekki merkilegur, hann hefur þurft að reiða sig á Frjálslynda demókrata í samsteypustjórn. En við lifum tíma þar sem hvaða ríkisstjórn sem situr virðist dæmd til að verða óvinsæl.

Það er talað um að Boris Johnson, borgarstjóri í London sé kominn á stúfana og ætli sér að verða formaður Íhaldsflokksins í fyllingu tímans. Boris er klár og skemmtilegur, en hann hefur stundum haft yfirbragð trúðs. En hann náði endurkjöri sem borgarstjóri og er mikið í sviðsljósinu vegna Ólympíuleikanna.

Það þykir til marks um metnað Johnson að hann skuli bjóða Rupert Murdoch á Ólympíuleikana – Murdochpressan er sögð hafa búið til forsætisráðherra fyrir Bretland. En þetta er líka leikur að eldi – Murdoch er skuggabaldur og fjarskalega illa þokkaður. Murdoch leynir ekki hrifningu sinni á Johnson, en þá má rifja upp að Cameron hefur þegar brennt sig á nánum samskiptum við útsendara Murdochs, eins og Andy Coulson og Rebekah Brooks, sem bæði hafa stjórnað sorpmyllum Murdochs og sæta nú ákæru vegna símahlerana.

Murdoch fílar Boris Johnson, en er sagður vera að missa trúna á David Cameron.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?