fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur Ragnar túlkar stjórnarskrána

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. ágúst 2012 18:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson segir við fimmtu embættistöku sína stjórnarskráin hafi reynst vel eftir hrun, hún hafi valdið því að hægt var að boða til fjölda kosninga – reyndar efndi hann sjálfur til tveggja af þeim.

Það var vissulega kosið um Icesave, en ekki um aðra hluti eins og til dæmis það að innlán í bönkum skyldu tryggð upp í topp, um kvótamálið eða skuldir heimilanna.

Eins og stjórnarskráin er skrifuð nú er það háð duttlungum forseta hvaða mál eru sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir að forsetinn haldi málskotsrétti sínum – sem reyndar er nokkuð hæpið vegna þess að einnig er gert ráð fyrir því að nokkuð lág hlutfallstala kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál.

Ný stjórnarskrá hefði semsagt engu breytt í þessu efni, nema síður sé. Þvert á móti eru líkur að kosið hefði verið um fleiri mál, til dæmis hefði nýja stjórnarskráin gert andstæðingum ESB kleift að krefjast atkvæðagreiðslu um hvort fara ætti í aðildarviðræður. Líklega hefði þeim tekist að safna nægum fjölda til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?