fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Ólympíuleikarnir og NHS

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. júlí 2012 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakur Íslandsvinur heitir Daniel Hannan. Hann hefur túlkað íslenskar bókmenntir á þann veg að Sjálfstætt fólk fjalli um sérstaka frjálsræðishetju, Bjart í Sumarhúsum, sem sé afar góð fyrirmynd.

Hannan fór í fyrirlestraferð um Bandaríkin og komst inn á margar sjónvarpsstöðvar ysta hægrisins. Boðskapur hans var sá að breska heilbrigðiskerfið, NHS, væri argasti kommúnismi. Þetta féll vel í kramið víða í Bandaríkjunum og vegur Hannans er mikill í ákveðnum kreðsum þar.

Það var gaman að sjá að eitt atriði hinnar frábæru opnunarhátiðar Ólympíuleikanna í London var einmitt tileinkað National Health Service – og það á tíma íhaldsstjórnar – þeirri stórmerku stofnun sem byggir á því fyrirheiti að allir skuli eiga jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, burtséð frá stétt, stöðu og efnahag. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þetta var mikilvægt þegar NHS leit dagsins ljós eftir heimstyrjöldina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?