Það er sjaldgæft að kirkjan losi sig við þjóna sína vegna skoðana þeirra, eins og Guðni Ágústsson vill að gert verði við Davíð Þór Jónsson.
Margir stjórnmálamenn hafa reyndar verið prestar, til dæmis Tryggvi Þórhallsson, sem var forsætisráðherra, Sigurður Einarsson í Holti – sem orti hið stórbrotna kvæði Sordavala til heiðurs bolsévíkum í Finnlandi – og Hjálmar Jónsson, nú Dómkirkjuprestur.
Bjarni Jónsson bauð sig fram til forseta, en Bjarni Karlsson, Baldur Kristjánsson og Svavar Alfreð Jónsson blogga og hafa skoðanir á pólitík. Bjarni er prúður, Baldur er fyrrverandi stjórnmálaskýrandi á Tímanum en Svavar getur orðið nokkuð ákafur.
Gunnar Benediktsson var sósíalisti, rauðastur allra klerka og umdeildur sem slíkur. Ég held ég fari rétt með að hann hafi hætti prestsstörfum, fremur en að hann hafi verið sviptur kjól og kalli.
Séra Baldur í Vatnsfirði á að hafa sagt að skemmtilegustu embættisverk sín væru að jarða Framsóknarmenn. Það mun þó ekki vera alveg nákvæmlega haft eftir karli.