Björn Valur Gíslason er í órólegu deildinni á Alþingi, en hann getur líka verið skemmtilega harðsnúinn í vörn sinni fyrir það sem ríkisstjórnin er að gera. Hann trúir á þessa ríkisstjórn og gefur ekkert eftir þegar sótt er að henni.
Illugi Gunnarson segir að Björn Valur sé til skammar í þinginu. Ég fæ ekki séð að það sé endilega rétt. Hann sakaði þingmann um að vera undir áhrifum áfengis á tíma þegar öll þingstörf voru komin í rugl í vor. Hann vændi annan þingmann um að hafa þegið mútur, en það má minna á að sjálfur landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að sá þingmaður skyldi hverfa af þingi.
Þeir eru fleiri í órólegu deildinni, Vigdís Hauksdóttir, Árni Johnsen og Einar Kr. Guðfinnsson. Björn Valur er ekkert endilega verstur.