Það segir í fréttum að forseti Alþingis sé „rasandi“ vegna fyrirhugaðra bygginga á reitnum norðan Kirkjustrætis.
Alþingi hefur lagt undir sig fjölda húsa í miðbænum. Ekki bara í næsta nágrenni þingsins, heldur hefur það líka umsvif í tveimur byggingum í Austurstræti. Annað húsið var byggt sérstaklega fyrir þingið – það fellur sérlega illa að götumyndinni. Þingið er hefur líka tekið sér bólfestu í gamla Moggahúsinu.
Það má vel ræða um vinningstillögurnar í samkeppninni um byggingarnar á þessu svæði – en Alþingi hefur engan sérstakan rétt á að vera með frekju. Það hefur breitt vel úr sér, og það er enginn hætta á að verði „þrengt að löggjafanum“ eins og forsetinn segir.
Það er líka rangt sem sagt er að gatan verði eins og „gjá“ ef byggt er út í bílastæðið sem er fyrir framan gamla Landsímahúsið. Meginreglan á Íslandi er að það er hægt að byggja hátt norðanmegin, en lágt sunnanmeginn. Þannig opnast fyrir sól, en um leið myndast skjól. Nýbyggingarnar eru norðanmegin götunnar, en hin nýuppgerðu hús sem forseti þingsins talar um verða eftir sem áður sunnan hennar.