Manni nokkrum sem lengi hefur stundað pólitísk skrif varð það á fyrir næstum tveimur áratugum að kalla mig Júdas – það var vegna greinar sem ég hafði skrifað í Alþýðublaðið sáluga.
Hann iðraðist eftir þetta og bað mig margfaldlega afsökunar. Ég tók það til greinar og hef ekki erft það við manninn. Hann sá að sér – þetta eru brigsl sem eru ekki notuð í siðaðri umræðu.
En í fyrrum virðulegasta blaði landsmanna er búið að draga pólitísk skrif niður á plan slíks hamsleysis og haturs að brigsl af þessu tagi eru orðin nánast daglegt brauð.
Það er ólíklegt að nokkur iðrun fylgi.