fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Dýrmæt almenningssvæði?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. júlí 2012 23:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynslóðirnar hafa átt sín tónlistarhús í Reykjavík. Aldurshópurinn sem kom á undan mér var í Glaumbæ, minn aldurshópur var á Hótel Borg, síðar kom Gaukurinn og síðustu árin hefur staðurinn sem kallast Nasa verið vinsælasta tónleikahúsið. Allir þessir staðir hafa liðið undir lok, hver með sínum hætti, ég man það það þótti afar slæmt þegar tónleikahaldið hætti á Borginni. Um Glaumbæ hafa verið samin lög – það er meira að segja talað um Glaumbæjarkynslóðina. Meðal frægra gesta í Glaumbæ var Ólafur Ragnar Grímsson – það er sagt í gamni að hann hafi alltaf verið með glas í annarri hendi og fagra konu við hina höndina, en snert á hvorugu.

Nú virðist úti um tónleikahald á Nasa. Það er vissulega sjónarsviptir að því fyrir tónlistarmenn og tónleikagesti.

En söknuðinum eftir tónleikum í húsinu er ruglað saman við stærra mál, sem er skipulag svæðisins í kringum Ingólfstorg. Það hefur verið efnt til undirskriftasöfnunar þar sem er sagt að eigi að byggja „sex hæða risahótel sem muni varpa skugga á Austurvöll, Fógetagarðinn og Ingólfstorg og skerða dýrmætustu almenningssvæði okkar borgarbúa“.

En er það svo?

Sex hæðir er varla neitt risahótel – og eins og ferðamannstraumi er háttað er ljóst að þörf er á auknu hótelrými í bænum. Það má færa rök fyrir því að núorðið séu það erlendir ferðamenn sem helst haldi uppi lífi í miðborg Reykjavíkur – geri hana lífvænlega fyrir veitingarekstur og verslun.

Hótelið stendur fyrir norðan hinn mjög svo dapra Fógetagarð og mun tæplega varpa skugga á hann. Það varpar líklega ekki skugga á Austurvöll heldur, hann er suðaustan við hótelið. Þar stendur þegar hálftómt Landsímahúsið með stórri viðbyggingu – sem stendur til að fella inn í hótelið.

Þá er það Ingólfstorg – ég hef áður sett fram þá skoðun að Ingólfstorg sé eitt ljótasta svæði í miðbænum. Eins og stór steinsteypuklumpur. Byggðin í kringum torgið er líka einstaklega tætingsleg. Ingólfstorg er tiltölulega nýtt af nálinni, þarna var áður Hallærisplanið og Steindórsplanið hinum megin, Austurstræti náði þá alla leið út að Aðalstræti. Torgið sem slíkt þarfnast mikilla endurbóta svo það nái að verða aðlaðandi borgarumhverfi.

Nú er ég ekki endilega að segja að tillögurnar um uppbyggingu á þessum reit séu þær einu réttu. En að halda því fram að þarna séu „dýrmæt almenningssvæði“ er út í hött – umhverfið þarna gæti verið svo miklu fallegra og betra.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum

Stefna á frekari sókn á erlendum mörkuðum
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump