fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Yfirburðir Ólafs Ragnars

Egill Helgason
Föstudaginn 29. júní 2012 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur tók saman myndina hér að neðan og setti á Facebook – ég leyfði mér að taka hana þaðan. Endurkjör Ólafs Ragnars virðist næsta öruggt og svo hefur verið nokkra hríð.

Eftir kosningarnar munu menn leita skýringa á því hvers vegna Ólafur Ragnar nær að höfða svona til þjóðarinnar. Við lestur Facebook mætti halda að helmingur þjóðarinnar sé barasta svona heimskur – þar er mikið um upphrópanir þess efnis – það er skýring sem er þægilegt að grípa í þegar leikar hitna.

En virðingin fyrir skoðunum annarra er náttúrlega í nokkru lágmarki á Íslandi um þessar mundir.

Lífið mun halda áfram sinn vanagang þótt Ólafur Ragnar sigri. Í haust er ráðgerð þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrártillögur Stjórnlagaráðs – þar eru vissar breytingar á hlutverki forsetans og einkum þó getu kjósenda til að krefjast þess að mál séu sett í almenna atvkæðagreiðslu.

Alþingi þarf líka að samþykkja þessar tillögur, ekki einu sinni heldur líka eftir næstu kosningar. Þá verður væntanlega mynduð ný ríkisstjórn á Íslandi og margir hafa gert því skóna að þar ætli Ólafur Ragnar sér hlut. En verði kosningaúrslitin sæmilega skýr, þ.e. ef ekki kemur til sérstakar stjórnarkreppu, er ólíklegt að það gerist.

Þannig að líklega verður ekki neinna sérstakra stórtíðinda að vænta frá Bessastöðum næstu misserin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni