fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Þarf forsetinn að vera kristinn?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. júní 2012 08:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptir máli hvort forseti Íslands sé kristinn – og þá fylgjandi hinum lútersk-evangelíska sið sem er þjóðkirkja Íslands?

Forsetinn þarf stöðu sinnar vegna að sækja trúarathafnir. Það er kirkja við embættisbústað hans.

En það er líka trúfrelsi á Íslandi og hér er fólk sem aðhyllist mörg trúarbrögð – og sumir eru ekki trúaðir eða jafnvel andstæðingar trúarbragða.

Þannig að þetta ætti í raun ekki að vera neitt mál.

Þóra Arnórsdóttir segist ekki vera kristin, ég man að Ólafur Ragnar Grímsson var ítrekað spurður að þessu í kosningunum 1996 og það var allt heldur vandræðalegt. Þá mátti ljóst vera að Pétur Kr. Hafstein væri vel kristinn, en uppi voru efasemdir um Ólaf. Þetta var hugsanlega meira mál þá en það er nú.

Svo er kannski spurning hvort brátt verði farin sú leið að skilja á milli ríkis og kirkju, líkt og frændur okkar Norðmenn hafa gert – við fögnuð norsku kirkjunnar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“