fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Forsetakosningar og fótbolti

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júní 2012 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sálarskemmandi að fara inn á Facebook þessa daganna vegna geðvonskunnar og skítkastsins í fylgismönnum forsetaframbjóðenda. Þetta eru sýnist mér fremur fámennir hópar en þeir láta öllum illum látum. Virðast halda að hægt sé að vinna baráttuna í innbyrðis rifrildi á Fésinu.

Afþreyingar leitar maður í Evrópukeppninni í fótbolta. Leikirnir hafa verið misskemmtilegir, en það er svosem ekki nýtt í svona keppnum. Hins vegar ber svo við, ólíkt því sem maður hefur stundum upplifað, að það eru liðin sem eru sannanlega best sem standa eftir nú þegar er komið í fjögurra liða úrslit.

Það eru stórir leikir framundan, Spánn-Portúgal og Þýskaland-Ítalía. Öll þessi lið hafa í sínum röðum snillinga sem geta lyft leiknum á hærra plan, Inesta, Ronaldo, Pirlo og svo er það leikmaður eins og Mario Gomez sem kemur eiginlega aldrei við boltann í leiknum en skorar samt.

Við gætum sem hægast fengið endurtekið efni úr síðustu Evrópukeppni, þegar Spánn og Þýskaland léku til úrslita.

Spánverjar geta orðið fyrsta liðið til að vinna þrjú stórmót í röð, en þeir eru heimsmeistarar og Evrópumeistarar frá því fyrir fjórum árum. Reyndar virðist núverandi landslið Spánverja líklegt til að fara í sögubækurnar sem eitt allrabesta fótboltalið fyrr og síðar.

Andrés Inesta, einn snjallasti fótboltamaður í heimi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni