fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Að loknum kosningum í Grikklandi

Egill Helgason
Mánudaginn 18. júní 2012 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hræddur er maður um að pólitísk óvissa haldi áfram í Grikklandi að loknum kosningunum í gær. Hins vegar eiga Grikkir að fá andrúm til að ræða við Evrópusambandið og Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um að endurskoða neyðaráætlunina sem hefur reynst svo erfitt að framfylgja.

Kostirnir í kosningunum voru ekki góðir. Annars vegar að velja á milli spillingarflokka – flokkanna sem sannarlega sigldu Grikklandi í strand – og hins vegar vinstra kosningabandalagsins Syriza sem bauð upp á prógram sem virðist fullkomlega óraunhæft.

Grikkir þurfa fé til að koma atvinnulífi í gang – meiri órói í landinu mun einungis skaða atvinnuvegina og þá ekki síst ferðamannaiðnaðinn. Nea demokratia, Sjálfstæðisflokkur þeirra Grikkja, sem sigraði naumlega í kosningunum segist ætla að halda landinu í evrunni en vill fá viðræður um ákveðna þætti neyðaráætlunarinnar. En það er óvíst að Samaras, leiðtoga Nea demokratia, takist að mynda stjórn. Gömlu fjandmennirnir í krataflokknum Pasok – sem hefur algjörlega hrunið – fara nú fram á að mynduð verði þjóðstjórn.

Það er erfitt að sjá hvernig það eigi að ganga upp, því himinn og haf skilur gömlu flokkana og Syriza.

Alexis Tsipras, leiðtogi Syriza, er spútnikinn í grískum stjórnmálum. Hann hefur á stuttum tíma aukið fylgi flokksis – sem er kosningabandalag ýmissa vinstri flokka – úr 4 prósentum í 26 prósent. En stefna flokksins getur varla gengið upp. Tsipras talar meðal annars um að fjölga störfum hjá hinu opinbera, í landi þar sem eru nú þegar alltof margir opinberir starfsmenn. Mörgum hefur reyndar verið potað inn í kerfið af gömlu flokkunum, eru kannski í rekstri annars staðar meðfram.

Komist Tsipras í stjórn, sem reyndar virðist ekki líklegt nú, er varla annað fyrir hann að gera en að svíkja loforðin eða teyma landið út í enn meiri upplausn. Brotthvarf Grikkja úr evrunni myndi líklega hafa það í för með sér að Grikkir ættu ekki lengur fé til að greiða fyrir olíu, matvæli og lyf. Nýr gjaldmiðill, sem yrði komið á laggirnar, myndi sökkva eins og steinn.

Vandi Grikkja er samfélagsgerð sem fær ekki staðist. Það er afleiðing langvarandi spillingar og þess hvað þjóðin hefur litla tiltrú á ríkinu. Þessu verður ekki breytt í sjónhendingu. Við slík skilyrði er erfitt að komast út úr efnahagskreppu. Allir sem geta reyna að flytja fé sitt úr landi – það er varla mikil lausn þegar Tsipras segist ætla að setja ofurskatta á ríkt fólk.

En Evrópusambandið birtist ekki í fögru ljósi á tíma þessa mikla vanda. Það hefði þurft að taka á honum með raunhæfum hætti miklu fyrr. Í raun hefði þurft að efna til björgunar í anda gömlu Marshallhjálparinnar. Löndin syðst í Evrópu eru föst í evrunni, gjaldmiðli sem í raun hentar Þjóðverjum afar vel. Þjóðverjar hafa þarna stóran innri markað fyrir framleiðsluvörur sínar, en mitt í þessari krísu einblína þeir á þrönga hagsmuni heimafyrir.

Það er ódýrara að sýna Grikkjum aðeins meiri rausn en að láta þjóðirnar við Miðjarðarhaf draga Evrópu og heiminn niður í stóra efnahagskreppu. Það er kominn tími til að ólgunni í Grikklandi linni áður en fer enn verr. Á móti þarf að gera Grikkjum skiljanlegt að þeir neyðist til að taka til í skattkerfi sínu og stjórnkerfi – almenningur í Grikklandi, fólkið sem er ekki beinlínis partur af spillingarkerfinu, gerir sér reyndar fulla grein fyrir því. Það er ein ástæða þess að flokkur eins og Syriza fær svo mikið fylgi – þótt stefnan virki á köflum óraunsæ.

 

Gamli spillingarflokkurinn, Nea demokratia, fékk mest fylgi í grísku kosningunum í gær. Leiðtogi hans, Antonis Samaras, hefur þó varla miklu að fagna. Plan hans virkar þó ívið raunsærra en það sem vinstrimenn buðu upp á. Það getur reynst erfitt að mynda nýja stjórn. En það er kominn tími til að binda endi á ólguna í Grikklandi áður en fer enn verr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum