fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Eyjan

Sigurinn blasir við Ólafi Ragnari

Egill Helgason
Laugardaginn 16. júní 2012 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson virðist vera kominn með öruggt forskot í forsetakosningunum. Sigurinn blasir við honum. Það er bara spurning hvað hann verður stór.

Margir gerðu því skóna að fylgi hans væri fast í rétt rúmum þriðjungi þjóðarinnar, en það virðist ekki ætla að reynast rétt. Ef kosningarnar fara eins og síðasta skoðanakönnun Fréttablaðsins bendir til hefur Ólafur bætt við sig verulegu fylgi í kosningabaráttunni.

Ólafur er klókur stjórnmálamaður. Hann kann að leika á kjósendahópinn eins og hljóðfæri – segir hluti sem falla í kramið, gegn Icesave og ESB, um þjóðarviljann og óvinsælt þing – og um leið hefur honum tekist að tengja helsta keppinaut sinn, Þóru Arnórsdóttur, við ríkisstjórnina, Samfylkinguna og ESB.

Ólafur fer um landið í kosningabaráttu sinni – mér er sagt að hann hitti mörg hundruð manns á dag.

Það verður ekki séð að Þóra, sem flaug hátt í skoðanakönnunum fyrstu vikurnar, eigi neitt svar við þessu. Málflutningur hennar hefur verið óskýr og hikandi – kannski er ekki von á öðru, hún er í hlutverki sem hún þekkir í raun ekki. Stuðningsmenn hennar virðast hafa haldið að það væri nóg að sýna hana til að sigra í kosningunum. Þeir ofmátu Þóru og vanmátu Ólaf.

Það er ólíklegt að nokkuð breytist úr þessu. Frambjóðendur eru búnir að fara með rullurnar sínar í sjónvarpi. Það er varla von á miklum tíðindum úr þeirri átt. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir í Fréttablaðinu að Þóra þurfi að breyta kosningabaráttu sinni, en það er spurning hvernig það ætti að gerast. Hún gæti reynt að fara af meiri hörku í Ólaf Ragnar, en óvíst er að það myndi skila árangri. Gæti jafnvel haft þveröfug áhrif.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur Arion banka: Ég er með viðskiptaafgang gagnvart Arion banka en viðskiptahalla gagnvart kaffihúsinu – hvort tveggja samt góð viðskipti