Í vetur skrifaði ég litla færslu þar sem ég nefndi mál Egils Einarssonar sem kallaður er Gilzenegger. Ég sagði að best væri að hafa ekki alltof mörg orð um málið, það yrði varla gert út um það í fjölmiðlum.
Nú hefur málinu verið vísað frá, það er enn á huldu hvers vegna sú er niðurstaðan. Enn er svo að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. En manni verður samt hugsað um heiftina sem gaus upp í umræðunni í vetur vegna þessa máls. Hefði kannski verið ráð að fara aðeins varlegar í sakirnar?