fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Frosti: Grískt bókhald í Vaðlaheiðargöngum

Egill Helgason
Föstudaginn 15. júní 2012 09:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur skrifar meitlaða grein um Vaðlaheiðargöng sem Alþingi samþykkti að bora nú í vikunni, þar segir meðal annars:

„Einhverjir þingmenn og örfáir vinir þeirra hafa þá lífskoðun að það taki heilum níu mínútum of langan tíma að aka Víkurskarð. Þrátt fyrir að leitun sé að fallegra útsýni en ber fyrir augu í þessar níu mínútur, eru þessir menn ekki ánægðir og vilja aka um jarðgöng hvað sem þau kosta.

Samgöngubætur geta vissulega verið mjög arðbærar en þá aðeins ef tilkostnaðurinn er minni en ávinningurinn. Vaðlaheiðargöng munu kosta níu milljarða að minnsta kosti en munu aðeins spara ökumönnum níu mínútur og vegegerðinni einhvern snjómokstur nokkra daga á ári.

Til að sýna fram á hagkvæmni af göngunum hafa menn gefið sér afar lítinn fjármagnskostnað (3,7%) þótt enginn fjárfestir hafi reynst tilbúinn til að veita lán til verksins á slíkum kjörum. Ætluð arðsemi byggir líka á þeirri óvissu forsendu að meira en 90% ökumanna kjósi fremur að borga gjald fyrir að aka um dimm og daunill jarðgöng en að njóta eins besta útsýnis sem gefst.

Grísku bókhaldi er beitt til að láta sem framkvæmdin sé í raun einkaframkvæmd. Eigið fé verður samt ekki nema 7% og verkefnið fjármagnað að mestu með láni sem ríkið útvegar eða ábyrgist. Það er því augljóst að lítið má út af bregða til að framkvæmdin lendi í fangi ríkisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum