fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Kosið aftur í Grikklandi á sunnudag

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. júní 2012 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar örfáir dagar eru til þingkosninganna í Grikklandi, kosninga númer tvö á stuttum tíma, bendir flest til þess að hægriflokkurinn Nýtt lýðræði sé að auka fylgi sitt. Þetta er flokkurinn sem var við völd frá 2004-2009, á tímanum þegar kom í ljós að gríska hagkerfið var ósjálfbært.

Nú er eitt slagorð flokksins „drakman er dauði“ – flokkurinn varar við því að Grikkir gangi úr evrunni, hann vill í meginatriðum fylgja áætlunum ESB og AGS, þótt hann vilji endursemja um ýmis atriði.

Ef flokkurinn nær nægu fylgi er líklegt að hann reyni að mynda stjórn með PASOK, gömlu erkióvinum sínum úr flokki sósíalista, en fylgi þess flokks hrundi úr 44 prósentum í 15 prósent í kosningunum í síðasta mánuði. Evangelos Venizelos, formaður flokksins, hefur þó ekki breytt stefnu hans.

Sigurvegari kosninganna 6. maí var vinstri bandalagið Syriza sem fékk rúmlega sextán prósenta fylgi og leysti PASOK af sem næst stærsti flokkurinn. Kosningabaráttan í þetta sin hefur að miklu leyti snúist um formann flokksins Alexis Tsipras, sem er ungur, reffilegur og mælskur. En honum er legið á hálsi fyrir að setja fram óraunhæfar hugmyndir – einn flokksmanna hans gekk úr flokknum um daginn og sagði að Tsipras væri þjóðhættulegur lýðskrumari.

Allt bendir svo til þess að ný-nasistaflokkurinn Gullin dögun haldi sér inni á þingi. Það er verulegt áhyggjuefni, því hegðan flokksmanna hefur ekkert skánað þótt þeir séu komnir á þing. Frægt var þegar einn þingmaður flokk sins lamdi andmælanda sinn í beinni útsendingu í sjónvarpi – og undanfarið hafa flokksmenn hótað því að fara inn á barnaheimili og sjúkrastofnanir og bera þaðan út innflytjendur og börn þeirra.

Antonis Samaras, leiðtogi hins Evrópusinnaða hægri flokks Nea Demokratia. Tekst honum að mynda stjórn eftir kosningarnar á sunnudag?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum