fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Kröfur um þjóðaratkvæði í Bretlandi

Egill Helgason
Mánudaginn 11. júní 2012 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim Bretum sem vilja ganga úr Evrópusambandinu fjölgar stöðugt – enda þótt ólíklegt sé að ríkisstjórn Íhaldsflokksins vilji fara þá leið.

En á aftari bekkjum þinghússins í Westminster eru stjórnarliðar sem vilja láta á þetta reyna í þjoðaratkvæðagreiðslu – hin ráðandi öfl í Íhaldsflokknum reyna að hafa þessi andstöðuöfl góð en slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi væntanlega bara á einn veg.

Það er svo þverstæða að David Cameron og George Osborne hvetja nú ríkin á meginlandinu til að efla samstarf í efnahags- og bankamálum til að vinna bug á evrukreppunni. Á sama tíma er fjarskalega erfitt að selja evrópskum kjósendum hugmyndina um sambandsríkið Evrópu – en slíkt samstarf myndi stefna álfunni í þá átt.

Bretar vilja standa fyrir utan – og þá er spurning hvort lendingin yrði svipuð staða og Íslendingar og Norðmenn eru í innan EES. Á það er þó bent í grein í Guardian í dag að Noregur taki upp 75 prósent af reglum Evrópusambandsins án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Bretar myndu varla sætta sig við slíkt. Þeir geta varla heldur yfirgefið hinn opna markað í Evrópu.

Allt hefur þetta áhrif á Íslandi þar sem menn hlusta glöggt eftir því sem gerist í stjórnmálum í Bretlandi. Það er jafnvel spurning hvort Samfylkinguna fari ekki brátt að iðra þess að hafa ekki tekið boðum um að setja Evrópusambandsumsóknina á ís í nokkur ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins