fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Friðrik Jónsson: Hundrað prósent

Egill Helgason
Mánudaginn 11. júní 2012 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson, hagfræðingur í Bandaríkjunum, skrifar um Sparisjóð Keflavíkur og minnir á tvö lykilatriði í málinu, annars vegar að Sparisjóðurinn var illa rekinn og hitt að málið á rót sína að rekja til þeirrar í hæsta máta vafasömu ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands að ábyrgjast innistæður í bönkum upp í topp, semsagt 100 prósent.

Friðrik skrifar:

„Þeirri mýtu hefur reglulega verið haldið á lofti að 100% innistæðutrygging hafi ekki kostað neitt.

Það er rangt, hún hefur, er og mun kosta íslenska skattgreiðendur gríðarlegar fjárhæðir.

Kostnaðurinn við 100% innistæðutryggingar er bæði beinn og óbeinn. Stærstur hluti óbeina kostnaðarins er að tryggingin hefur haldið í umferð á pappírnum krónum sem ekki er innistæða fyrir og er stór hluti af þrýstingnum á gengi krónunnar, ásamt aflandskrónum. Ef ekki hefði verið fyrir 100% innistæðutryggingar hefði peningamagn í umferð hrunið að sama skapi þegar innistæður umfram lágmarkstryggingar hefðu horfið til „money heaven“, a.m.k. þar til uppgjör þrotabúa bankanna hefðu legið fyrir. Neyðarlögin hefðu einmitt gert það að verkum að innistæður umfram lágmarkstryggingar hefðu átt allra fyrsta veðrétt (sem er að bjarga því sem bjargað verður í Icesave). 100% innistæðutryggingin, ásamt þvi að taka ekki verðtrygginguna úr sambandi sem hluta af neyðarlögunum, voru því eftir á að hyggja líkast til með stærri mistökum sem gerð voru þessa örlagadaga.

Beini kostnaðurinn við innistæðutrygginguna kom strax fram við endurreisn bankakerfisins, en sá hluti endurfjármögnunar þess sem kom frá ríkinu, þ.e. skattborgurum, var m.a. vegna 100% innistæðutryggingarinnar. Uppgjörsvandi SpKef er einnig m.a. vegna 100% innistæðutryggingarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“