Guardian segir frá grófri kynlífshegðun mörgæsa sem var uppgötvuð í leiðangri Scotts til Suðurpólsins 1911.
Þetta þótti svo hneykslanlegt að rannsóknargögnin voru ekki birt – vísindamaðurinn George Murray Levick skrifaði skýrslur sínar á grísku svo engir aðrir en lærðir menn gætu lesið.
Ungar karlmörgæsir áttu það til að halda sig í hópum þar sem þeir beittu kvenmörgæsir ofbeldi, þeir höfðu mök hverjir við aðra og þeir reyndu líka að komast upp á dauðar mörgæsir.
Semsagt blöskranlegt.