fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Dómur sem sætir tíðindum

Egill Helgason
Föstudaginn 8. júní 2012 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var dagur stórra frétta.

Kannski var stærsta fréttin dómur Hæstaréttar í Exetermálinu. Það sætir miklum tíðindum að Hæstiréttur komist að svo gjörólíkri niðurstöðu en Héraðsdómur.

Héraðsdómur sýknaði á mjög einkennilegri forsendu, að vissulega hefðu sakborningarnir brotið reglur sparisjóðsins Byrs en að það hefði ekki verið „ásetningur“ þeirra. Þess má geta að dómari í Héraðsdómi var Arngrímur Ísberg, sá sem hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir hvernig hann fór með Baugsmál á sínum tíma. Bent hefur verið á að settur meðdómari í málinu, Einar Ingimundarson, sem dæmdi eins og Arngrímur, hafi hugsanlega verið vanhæfur.

Hæstiréttur dæmir tvo sakborninga í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Þeir eru taldir hafa misnotað stöðu sína hjá Byr og framið umboðssvik.

Exeterdómur Héraðsdóms var áfall fyrir sérstakan saksóknara, hann setti spurningamerki við hvort starf hans hefði yfirleitt einhvern tilgang. Dómur Hæstaréttar segir að hægt sé að fá sakfellingu vegna hvítflibbabrota.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“