Það er líklega nokkuð einstakt að hagsmunaaðilar taki heila atvinnugrein í í gíslingu eins og útgerðarmenn ætla að gera í dag.
Það er sagt að daginn ætli þeir að nota til að ræða við starfsfólk. En það er varla margt starfsfólkið sem áræðir að standa gegn slíku ofurefli.
En það er að sannast sem sagt er:
Í landi þar sem er ein meginauðlind stjórna þeir sem hafa yfirráð yfir henni.
Sumir velta því fyrir sér hvort með þessu sé útgerðin að ganga of langt – hvort þessi aðgerð sé einum of steigurlætisleg. Þeir veiða jú fiskinn sem er sameign þjóðarinnar – í umboði þjóðarinnar.
Ætli það nokkuð – þeir ráða þessu.