Henry Kissinger sagði eitt sinn um háskólapólitík að hún væri svo illvíg vegna þess að the stakes are so low, það væri svo lítið í húfi.
Hugsanlega má yfirfæra þetta á forsetaembættið íslenska. Það er ótrúlegt hvað Íslendingar eyða miklu púðri, miklum tilfinningum, í kosningar um embætti sem skiptir í raun sáralitlu máli.
Gárungar voru að skiptast á skoðunumum þetta á Facebook og rifjuðu upp deilur í litlum félögum sem fóru úr böndunum, til dæmis í Fríkirkjusöfnuðinum, Skotíþróttafélaginu og Ferðafélagi Íslands. Áðurtaldar deilur voru efni í langvinna fjölmiðlaumfjöllun.
Flestar þjóðir hafa látið það nægja að þing kjósi forseta af þessu tagi – í Sviss er slíkt embætti ekki til en í Skandinavíu hafa þeir mjög einkennilegt fyrirkomulag, sömu fjölskyldurnar gegna embætti þjóðhöfðingja mann fram af manni.
Vissulega hefur þetta breyst dálítið eftir að núverandi forseti Íslands hóp sinn skapandi lestur á stjórnarskránni og teygði sig til meiri valda. Aðal mótframbjóðandi hans segist vilja snúa aftur til gamalla tíma þegar forsetinn var aðallega upp á punt.
Atli Fannar Bjarkason blaðamaður gerir þessu ágæt skil í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið og nefnist Rifist um snittur.