Það er víða verið að spilla umhverfi okkar.
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður og formaður Heimssýnar, býður upp á and-ESB merki til að líma á rúllubaggana sem notaðir eru til að geyma hey.
Bændur geta svosem límt hvað sem er á þessar risastóru plastpoka sem eru út um allt í íslensku landslagi, en þetta vekur fyrst og fremst athygli á því hvað þeir eru mikil umhverfislýti.
Svo deila menn um annan hlut sem er mjög illa settur niður í umhverfinu.
Það er risastór grjóthnullungur sem var settur niður fyrir framan Alþingishúsið af spænskum listamanni. Átti hugsanlega að vera til minningar um búsáhaldabyltinguna.
Ég held samt að mjög fáir hafi tengt sérstaklega við þennan stein sem er fyrst og fremst til lýta þarna á aðaltorgi borgarinnar.