Það segir í fréttum að fjölmiðlanefnd geti ekki aðhafst vegna þeirrar ákvörðunar Stöðvar 2 að bjóða Ólafi Ragnari Grímssyni og Þóru Arnórsdóttur einum til kappræðna fyrir forsetakosningarnar.
Í raun eru það jákvæðar fréttir – það væri illt ef ríkið væri búið að setja einhvers konar lögregluvald yfir fjölmiðlana.
Hins vegar verður að segjast eins og er að þetta er fráleit hugmynd hjá Stöð 2 – og stríðir líklega alveg gegn þeim hugmyndum sem flestir landsmenn hafa um lýðræðislega umræðu.
Enda hlýtur sjónvarpsstöðin að endurskoða þessa ákvörðun – ella ættu Ólafur Ragnar og Þóra að sjá sóma sinn í að mæta ekki þennan þátt. Það verður þeim ekki til álitsauka að mæta í þessa útsendingu.