fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Eyjan

Evrukrísan og innistæðutryggingar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. maí 2012 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evran riðar til falls – fjármagn sogast ekki bara burt frá Grikklandi heldur leitar það líka frá löndum eins og Spáni, Portúgal og Ítalíu í öruggara skjól í Norður-Evrópu.

Ástandið er að verða þannig að hvert land er farið að hugsa meira um hagsmuni sína en Evrópu, þetta gæti snúist upp í einhvers konar viðskiptastríð þar sem, eins og Kristrún Heimisdóttir  orðar það á Facebook:

„Hvert ríki ver sjálft sig og samskiptin hrynja vegna fjármagnsflutninga heim úr útibúum, óskýrra marka á bankaeftirliti milli ríkja og óvissu um innistæðutryggingar?“

Það má litlu muna að verði bankaáhlaup í löndunum við Miðjarðarhafið, að fólk þeysi út og reyni að ná peningunum sínum út úr bönkum. Við þetta gætu bankar fallið unnvörpum, og ólíklegt er að sparifjáreigendur fái peningana sína.

Hvorki löndin né Evrópa sem slík hafa innistæðutryggingakerfi sem ræður við þetta, kerfið er ekki hannað til að ráða við hrun margra banka.

En á sama tíma er Evrópusambandið aðili að dómsmáli gegn Íslandi vegna bankahruns og innistæðutrygginga…

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum

Orðið á götunni: Uppnám í Hádegismóum