fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Eyjan

Mogginn og fjórða ríkið

Egill Helgason
Laugardaginn 26. maí 2012 14:00

Hver borgar 150 milljónir fyrir úr sem Hitler átti?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkileg umræðan sem geisar um sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Þessi sérlega kurteisi maður hefur haldið nokkra kynningarfundi um Evrópusambandið – hver sem er getur komið á þessa fundi, líka andstæðingar ESB og lagt fyrir sendiherrann erfiðar spurningar – já, alveg níðþungar ef út í það er farið.

Það þarf kannski ekki að  minna á að við Íslendingar eigum í aðildarviðræðum við ESB, við erum ennfremur með aukaaðild að ESB í gegnum EES samninginn. Af einhverjum ástæðum leggja mjög fáir til að honum verði sagt upp, ekki einu sinni Morgunblaðið.

Yfir þessu er vælt eins og þarna sé í gangi starfsemi sem jaðri við landráð. Þetta hefur mátt lesa á síðum hins forðum virðulega blaðs  – þar sem stjórnmálaskrif eru núorðið furðulega ofstækisfull og sjálfhverf.

Þýski sendiherrann andmælti þessu í bréfi. Líklega gerði hann mistök, það er nefnilega ekki víst að þetta hafi verið svaravert – og það er illt að æra óstöðugan. Í svari sem birtist í svonefndu Reykjavíkurbréfi er reyndar farið með ótrúlegt fleipur þegar segir:

„Er það ekki meginregla í samskiptum þjóða að sendiherrar gistiríkis gæti þess sérstaklega að ganga ekki gegn sjónarmiðum mikils meirihluta þjóðar þess?“

Og svo er líklega ósmekklegasta lesendabréf sem hefur birst á síðum íslensks dagblaðs, en það má sjá í Morgunblaðinu í dag. Ritstjórn blaðsins getur varla haldið því fram að hún hafi bara birt þetta eins og önnur lesendabréf, því það er merkt sem opið bréf til þýska sendiherrans og segir meðal annars að Hitler hefði aldeilis verið ánægður með hann. Ennfremur:

„Ég legg til að þér finnið yður flutning heim í fjórða ríki frú Merkel. Því að vér Íslendingar fengum nóg af þriðjaríki Hitlers og sendiherrum þess og vantar ekki fjórða ríkis sendiherra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“