Einhverjir hafa orðið til að andmæla því að það væri ígildi valdaráns ef forseti Íslands færi að setja ríkisstjórn af – eða skipa stjórn þrátt fyrir að á þingi væri hægt að mynda ríkisstjórn með nægum þingmeirihluta.
Þeir segja að þessi völd felist víst í stjórnarskránni – og jú, hún er býsna loðin.
En til annars má líta í þessu sambandi.
Þarna er rætt um atburði sem urðu veturinn 2009 á tíma búsáhaldabyltingarinnar, þá féll stjórn Geirs Haarde og stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við. Það var semsagt aldrei nein stjórnarkerppa.
En vissulega var komið upp vantraust á stjórnmálamönnum – á þessum tíma var hins vegar ekki meira traust á Ólafi Ragnari, þetta var fyrir Icesave og nafn hans helst nefnt í tengslum við útrásarvíkinga.