Paul Krugman dregur upp dökka mynd af ástandinu á evrusvæðinu í grein á vef New York Times.
Greinin ber heitið Eurodämmerung eða Evru-ragnarök.
Krugman spáir því að Grikkland yfirgefi evruna í næsta mánuði.
Þá sogist fjármagn úr bönkum á Spáni og Ítalíu.
Við það þurfi Þýskaland að breyta stefnu sinni – ellegar gætu endalok evrunnar verið framundan.
Með grein sinni birtir Krugman þetta myndskeið úr Götterdämmerung eftir Wagner, þar sem Brünnhilde tortímir sér.