fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Eyjan

Kvóti hefur færst til Reykjavíkur

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. maí 2012 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í greinargerð með frumvarpi sem Hreyfingin lagði fram um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er að finna athyglisverðar upplýsingar um hlutdeild byggðarlaga í fiskveiðikvótanum og breytingar þar á síðustu tuttugu árin.

Upplýsingarnar ná frá 1991 til 2011.

Þar má sjá að hlutur Reykjavíkur hefur aukist mjög mikið eða um heil 86 prósent, úr 7,73 prósentum í 14,42 prósent. Samkvæmt því er Reykjavík mesta kvótahöfn landsins.

Hlutur Fjarðarbyggðar hefur hins vegar dregist saman um 44 prósent, úr 7,20 prósentum í 4,02 prósent.

Af öðrum stórum útgerðarstöðum má nefna má nefna að hlutur Vestmannaeyja hefur nokkurn veginn staðið í stað, hann er rétt innan við 10 prósent.

Ísafjarðarbær hefur misst 22,5 prósent, farið úr 6,71 prósent í 5,19 prósent, en í Reykjanesbæ er algjört hrun, hlutdeild hans fer úr 3,73 prósentum í 0,96 prósent. Það er samdráttur um 74 prósent.

Þetta eru tölur sem er athyglisvert að skoða mitt í hinum hörðu deilum um kvótakerfið. Tölurnar má sjá nánar með því að smella hér og fara neðst á síðuna á tengil sem þar er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .

Thomas Möller skrifar: Framtíðin er björt hjá okkur, ef . . .
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi

Svarthöfði skrifar: Barnaskapur á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“