Í greinargerð með frumvarpi sem Hreyfingin lagði fram um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu er að finna athyglisverðar upplýsingar um hlutdeild byggðarlaga í fiskveiðikvótanum og breytingar þar á síðustu tuttugu árin.
Upplýsingarnar ná frá 1991 til 2011.
Þar má sjá að hlutur Reykjavíkur hefur aukist mjög mikið eða um heil 86 prósent, úr 7,73 prósentum í 14,42 prósent. Samkvæmt því er Reykjavík mesta kvótahöfn landsins.
Hlutur Fjarðarbyggðar hefur hins vegar dregist saman um 44 prósent, úr 7,20 prósentum í 4,02 prósent.
Af öðrum stórum útgerðarstöðum má nefna má nefna að hlutur Vestmannaeyja hefur nokkurn veginn staðið í stað, hann er rétt innan við 10 prósent.
Ísafjarðarbær hefur misst 22,5 prósent, farið úr 6,71 prósent í 5,19 prósent, en í Reykjanesbæ er algjört hrun, hlutdeild hans fer úr 3,73 prósentum í 0,96 prósent. Það er samdráttur um 74 prósent.
Þetta eru tölur sem er athyglisvert að skoða mitt í hinum hörðu deilum um kvótakerfið. Tölurnar má sjá nánar með því að smella hér og fara neðst á síðuna á tengil sem þar er.